Öryggisatriði
Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð. Þegar hleðslutæki eða aukabúnaður er
tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
128 Vöru- og öryggisupplýsingar
Þegar hleðslutækið er ekki í notkun skal taka það úr sambandi við rafmagnsinnstunguna og tækið. Ekki má hafa fullhlaðna
rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar. Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt
og smátt ef hún er ekki í notkun.
Rafhlaðan skal alltaf höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F). Of mikill hiti eða kuldi draga úr endingu og líftíma
rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri rafhlöðu kann að hætta að starfa tímabundið.
Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar málmhlutur kemst í snertingu við málmrendurnar á rafhlöðunni, til dæmis þegar
vararafhlaða er höfð í vasa. Skammhlaup getur valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hlutnum sem veldur tengingunni.
Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær geta sprungið. Farga skal rafhlöðum í samræmi við staðbundin lög og reglugerðir.
Skila skal þeim í endurvinnslu þegar mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með heimilisúrgangi.
Ekki skal taka sundur, skera, opna, merja, beygja, gata eða tæta rafhlöður. Fari rafhlaðan að leka má vökvinn ekki komast í
snertingu við húð eða augu. Gerist það skal þegar í stað hreinsa svæði sem komast í snertingu við rafhlöðuna með vatni eða
leita læknisaðstoðar.
Ekki skal breyta, endurhanna, reyna að setja hluti í rafhlöðuna sem ekki eiga að vera þar, dýfa rafhlöðunni í vatn eða aðra
vökva, eða bleyta hana. Rafhlöður geta sprungið ef þær skemmast.
Aðeins skal nota rafhlöðuna og hleðslutækið til þess sem þau eru ætluð. Röng notkun eða notkun ósamþykktra rafhlaða eða
ósamhæfra hleðslutækja getur valdið eldhættu, sprengingu eða haft aðra áhættu í för með sér og öll ábyrgð og samþykktir
kunna þá að falla niður. Ef þú telur að rafhlaðan eða hleðslutækið hafi skemmst, skaltu fara með það til þjónustuvers til
skoðunar áður en þú heldur áfram að nota það. Aldrei skal nota skemmda rafhlöðu eða hleðslutæki. Hleðslutækið skal aðeins
nota innandyra.