Tenging við bílbúnað með ytri SIM-stillingu.
Með ytri SIM-stillingu getur samhæfur bílbúnaður notað SIM-kortið í símanum þínum.
Veldu >
Stillingar
>
Tengingar
>
Bluetooth
.
Áður en hægt er að virkja ytri SIM-stillingu verður að para saman símann og
aukabúnaðinn. Komdu pöruninni á frá bílbúnaðinum.
1 Til að virkja Bluetooth velurðu
Bluetooth
>
Kveikt
.
2 Til að kveikja á ytri SIM-stillingu velurðu
Ytra SIM
>
Kveikt
.
Tengingar 113
3 Gerðu Bluetooth virkt í bílbúnaðinum.
Þegar ytri SIM-stillingin er virk birtist
Ytra SIM
á heimaskjánum. Slökkt er á
tengingunni við þráðlausa símkerfið og ekki er hægt að nota þjónustu SIM-kortsins
eða valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi.
Til að hægt sé að hringja og svara símtölum þegar ytri SIM-stilling er virk þarf
samhæfur aukabúnaður að vera tengdur við tækið (t.d. bílbúnaður).
Tækið mun aðeins leyfa neyðarsímtöl í þessari stillingu.
Óvirkja ytri SIM-ham
Ýttu á rofann og veldu
Loka ytri SIM
.