Nokia 808 PureView - SIM-korti komið fyrir

background image

SIM-korti komið fyrir

Mikilvægt: Þetta tæki er aðeins ætlað til notkunar með mini-UICC SIM-korti, einnig

þekkt sem micro-SIM-kort. Micro-SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Ef

ósamhæf SIM-kort eru notuð gæti það skaðað kortið eða tækið og gæti skemmt gögn

sem vistuð eru á kortinu.

Ekki nota SIM-kort sem hefur verið breytt svo þau passi í micro-SIM-kortahölduna.

Hafðu samband við þjónustuveituna til að skipta út SIM-korti fyrir micro-SIM-kort.

Ekki setja neina límmiða á SIM-kortið.

1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á símanum.
2 Settu fingurnögl í opið neðst á bakhliðinni og taktu bakhliðina varlega af.

3 Lyftu rafhlöðunni úr símanum ef hún er í honum.

4 Renndu SIM-höldunni til að opna hana. Notaðu nöglina til að lyfta SIM-

kortahöldunni.

8

Síminn tekinn í notkun

background image

5 Gættu þess að snertiflöturinn snúi niður, settu SIM-kortið í hölduna og leggðu

hölduna niður.

6 Renndu SIM-höldunni til að læsa henni.

7 Láttu rafhlöðusnerturnar standast á, ýttu rafhlöðunni inn og settu bakhliðina

aftur á sinn stað.

SIM-kortið fjarlægt

1 Slökktu á símanum.
2 Fjarlægðu bakhliðina.
3 Lyftu rafhlöðunni úr símanum ef hún er í honum.
4 Opnaðu SIM-kortahölduna og dragðu kortið út.