Minniskorti komið fyrir
Minniskort eru seld sér.
Aðeins skal nota samhæf microSD og microSDHC minniskort sem Nokia samþykkir til
notkunar með þessu tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað kortið og tækið og
skemmt gögn sem vistuð eru á kortinu.
Síminn tekinn í notkun
9
1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á símanum.
2 Settu fingurnögl í opið neðst á bakhliðinni og taktu bakhliðina varlega af.
3 Lyftu rafhlöðunni úr símanum ef hún er í honum.
4 Ýttu á festingu minniskortsins til að opna hana. Notaðu nöglina til að lyfta
minniskortahöldunni.
5 Gættu þess að snertiflöturinn snúi niður, settu minniskortið í hölduna og settu
hana niður.
Minniskort eru seld sér. Mælt er með minniskorti í flokki 6 fyrir myndskeið í
háskerpu (1080p).
10
Síminn tekinn í notkun
6 Renndu minniskortahöldunni á sinn stað til að læsa henni.
7 Láttu rafhlöðusnerturnar standast á, ýttu rafhlöðunni inn og settu bakhliðina
aftur á sinn stað.
Minniskort fjarlægt
1 Slökktu á símanum.
2 Fjarlægðu bakhliðina.
3 Lyftu rafhlöðunni úr símanum ef hún er í honum.
4 Opnaðu minniskortafestinguna og dragðu kortið út.