Myndsímtali komið á
Áttu vini eða fjölskyldu sem þú hittir sjaldan? Af hverju ekki að hringja myndsímtal og
tala við þau augliti til auglitis?
Myndsímtöl eru sérþjónusta og til að hringja myndsímtal verður að tengjast við 3G-
símkerfi.
Nánari upplýsingar um framboð og kostnað fást hjá þjónustuveitunni.
Aðeins er hægt að koma á myndsímtali við einn aðila í einu. Ekki er hægt að koma á
myndsímtölum þegar annað símtal eða myndsímtal er í gangi.
Hringja myndsímtal í tengilið
1 Veldu >
Tengiliðir
og tengiliðinn.
2 Veldu
Myndsímtal
á nafnspjaldinu.
Fremri myndavélin er valin sjálfkrafa í myndsímtali. Það getur tekið smástund að
koma á myndsímtali.
Myndsímtal er í gangi þegar þú getur séð tvær hreyfimyndir og heyrt hljóð úr
hátalaranum. Ef viðmælandinn vill ekki senda hreyfimynd heyrirðu aðeins rödd
hans auk þess sem þú kannt að sjá mynd eða auðan skjá.
3 Lagt er á viðmælanda með því að ýta á hættatakkann.
Hringja myndsímtal í símanúmer
1 Á heimaskjánum velurðu og slærð svo inn símanúmerið.
2 Veldu táknið
>
Myndsímtal
.