Upptaka myndskeiðs
Auk þess að taka myndir með símanum geturðu fangað sérstök augnablik sem
myndskeið.
Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.
1 Ef þú vilt skipta úr myndatöku yfir í myndupptöku velurðu .
2 Ýttu á myndavélartakkann til að hefja upptökuna.
3 Til að auka aðdrátt skaltu setja fingur á skjáinn og renna honum upp. Þegar
ramminn umlykur svæðið sem þú vilt auka aðdrátt að sleppirðu fingrinum. Til að
minnka aðdráttinn örlítið seturðu fingur á skjáinn og rennir honum niður. Til að
minnka aðdráttinn alveg rennirðu fingrinum niður og út af skjánum.
Einnig er hægt að stilla aðdráttinn með hljóðstyrkstökkunum.
4 Til að stöðva upptökuna ýtirðu á myndavélartakkann.
Myndskeið eru vistuð í Gallerí. Til að skoða myndskeið eftir upptöku þess skaltu velja
> . Strjúktu til hægri til að skoða myndina eða myndskeiðið á undan.
Ábending: Hægt er að senda myndskeið í margmiðlunarskilaboðum eða með
tölvupósti. Til að takmarka stærð myndskeiða fyrir sendingu velurðu >
Skapandi
>
Upplausn
fyrir myndatöku og því næst stærð sem er hæfilega lítil, t.d.
360p
.
Myndavél og myndir
35