Nokia 808 PureView - Um myndavélina

background image

Um myndavélina

Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.

Til hvers að hafa sérstaka myndavél ef síminn er með allt sem þarf til að fanga

minningar? Með myndavél símans geturðu tekið myndir og myndskeið í miklum

gæðum, í skráastærðum sem auðvelt er að deila með öðrum.

Myndavél og myndir

31

background image

Aftari myndavél símans notast við hina byltingakenndu PureView Pro

ljósmyndunartækni. PureView Pro tæknin frá Nokia sameinar afar háa upplausn og

öfluga Carl Zeiss™ linsu. Þannig má taka myndir í lítilli birtu með áður óþekktum

gæðum og deila myndum og myndskeiðum í skrám sem taka lítið pláss, án þess að

það komi niður á gæðunum. Með PureView Pro getur þú einnig stækkað og klippt

myndirnar á alveg nýjan hátt. Myndavélin er með þrjár tökustillingar og ýmsar stillingar

að auki sem henta mismunandi aðstæðum.

Einnig er hægt að nota símann til að skoða eða breyta myndunum og myndskeiðunum,

deila þeim á internetinu eða senda þau í samhæf tæki.

Ábending: Hægt er að taka myndir þegar skjár og takkar símans eru læst. Ýttu á

myndavélartakkann í 1 sekúndu til að taka myndir á fljótlegan hátt.