Nokia 808 PureView - Myndir og myndskeið skoðuð í sjónvarpi

background image

Myndir og myndskeið skoðuð í sjónvarpi
Þú getur skoðað myndir og myndskeið í samhæfu sjónvarpi og þannig sýnt vinum

þínum og vandamönnum þau á einfaldan hátt.

Ef sjónvarpstækið styður HDMI geturðu notað samhæfa HDMI Micro tengisnúru (seld

sér) til að tengja símann við háskerpusjónvarpið þitt.

Myndir og myndskeið skoðuð í háskerpusjónvarpi

Tengdu símann við sjónvarp
Tengdu HDMI Micro tengisnúruna við HDMI Micro tengi símans. Tengdu hinn enda

snúrunnar við HDMI-tengi sjónvarpsins.

42

Myndavél og myndir

background image

Ef ekkert birtist á sjónvarpsskjánum skaltu athuga hvort þú sért að nota rétt HDMI-

tengi á sjónvarpinu.

Vafrað á sjónvarpsskjá
Veldu örvatáknin á skjá símans. Notaðu táknið

OK

til að velja.

Myndir skoðaðar og myndskeið spiluð
Veldu

Myndskeið

eða

Myndir

, svo myndina eða myndskeiðið og loks

OK

.

Flett á fyrri eða næstu mynd
Veldu aftur- eða framörina.

Valinni mynd snúið
Veldu upp- eða niðurörina.

Skyggnusýning spiluð
Veldu

OK

þegar þú skoðar mynd.

Hlé gert á myndskeiði eða spilun haldið áfram
Veldu

OK

.

Spólað áfram eða til baka í myndskeiði
Veldu aftur- eða framörina.

Myndir og myndskeið skoðuð í sjónvarpi með hefðbundinni upplausn

Þú verður að nota Nokia-sjónvarpstengisnúru (seld sér) og hugsanlega þarf að breyta

úttaksstillingum og skjáhlutfallinu í sjónvarpinu.

Til að breyta úttaksstillingum sjónvarpsins velurðu >

Stillingar

og

Sími

>

Aukabúnaður

>

Sjónvarp út

.

1 Tengdu Nokia Video-tengisnúru við myndbandsinnstunguna í samhæfu sjónvarpi.

Liturinn á klónum verður að vera sá sami og á innstungunum.

Myndavél og myndir

43

background image

2 Tengdu annan enda Nokia-sjónvarpstengisnúrunnar við Nokia AV-tengi símans.

Ef ekkert birtist á sjónvarpsskjánum skaltu athuga hvort þú hafir valið rétt tengi

á sjónvarpinu.

3 Veldu myndina eða myndskeiðið í símanum þínum.

Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki þar sem slíkt getur skemmt tækið. Ekki

skal stinga spennugjafa í samband við Nokia AV-tengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól

önnur en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu tæki eru tengd við Nokia

AV-tengið skal gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.