Nokia 808 PureView - Ábendingar um myndatöku

background image

Ábendingar um myndatöku
Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.

Notaðu báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.

Ef myndavélin er ekki notuð í u.þ.b. mínútu fer hún í hvíld. Ýttu á

myndavélartakkann í stutta stund til að kveikja aftur á myndavélinni.

Til að ná myndum eins og þú vilt hafa þær geturðu valið úr þremur mismunandi

tökustillingum:

Notaðu Sjálfvirk ef þú vilt láta myndavélina velja bestu stillinguna. Það eina sem

þú þarft að gera er að beina myndavélinni að myndefninu og smella af.

Stillingin Umhverfi hentar fyrir mismunandi myndumhverfi.

Myndavél og myndir

33

background image

Dæmi: Landslagsmynd: til að ná fjarlægu landslagi í fókus. Nærmynd: til að taka

myndir af smáatriðum. Snjóstilling: fyrir mjög bjart/hvítt umhverfi.

Kastljósstilling: á tónleikum þar sem flytjandinn er baðaður sviðsljósum, þar sem

bakgrunnur er dökkur.

Með Skapandi geturðu tilgreint eigin stillingar og vistað þær til síðari nota.

Til að skipta um tökustillingu velurðu . Pikkaðu hægra megin á skjáinn til að loka

stillingunum ef þess er þörf.

Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða dýr

sem eru mjög nálægt. Haldið ekki fyrir flassið þegar mynd er smellt af.