Mynd eða myndskeiði deilt beint úr myndavélinni
Viltu deila myndum með vinum þínum? Hladdu þá upp myndum eða myndskeiðum á
netsamfélag strax eftir töku eða upptöku.
1 Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.
2 Eftir að þú hefur tekið mynd eða tekið upp myndskeið velurðu , pikkar á skjáinn
til að birta tækjastikuna og velur
>
Samnýta
.
Ábending: Ef þú hefur þegar skráð þig inn á netsamfélag geturðu deilt efni beint
á því netsamfélagi. Veldu , pikkaðu á skjáinn til að birta tækjastikuna og veldu
þjónustutáknið í myndatækjastikunni.
Þegar þú deilir mynd eða myndskeiði á netsamfélagi í fyrsta skipti gætirðu þurft
að skrá þig inn á þjónustuna. Þú þarft aðeins að skrá þig inn í fyrsta skipti sem þú
deilir einhverju.
3 Bættu við athugasemd ef þú vilt og veldu svo
Samnýta
.
Sum netsamfélög styðja ekki öll skráarsnið eða myndskeið sem tekin eru upp í miklum
gæðum.
Ábending: Einnig er hægt að deila myndum og myndskeiðum með öðrum síma sem
styður NFC. Til að deila eftir að mynd er tekin eða myndskeið er tekið upp skaltu snerta
hinn símann með NFC-svæði símans þíns.
38
Myndavél og myndir
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.