Um Nokia-tónlist
Veldu >
Nokia-tónlist
.
Með Nokia-tónlist geturðu keypt og hlaðið niður lögum í símann. Skoðaðu Nokia
Tónlist og finndu bæði nýja tónlist og gömul uppáhaldslög.
Ekki er víst að þessi þjónusta sé í boði á öllum svæðum eða löndum. Þjónustan og
valkostir henni tengdir kunna einnig að vera mismunandi eftir löndum.
Til að geta hlaðið niður tónlist þarftu að vera með ókeypis Nokia-áskrift.
Þú getur stofnað Nokia-áskrift, fengið aðgang að Nokia-tónlist og skráð þig inn með
því að nota eftirfarandi:
•
Símann þinn
•
Samhæfan netvafra
Afþreying
79
Ef þú ert nú þegar með Nokia-áskrift geturðu notað hana til að fá aðgang að Nokia-
tónlist.
Ef þú átt einhverja inneign eða niðurhal, eða ert áskrifandi að ótakmörkuðu niðurhali
í Nokia-áskriftinni þinni, skaltu ekki loka henni. Ef henni er lokað mun allt þetta glatast.
Öll hugverkaréttindi og önnur réttindi sem tengjast tónlistinni tilheyra og eru áskilin
þriðja aðila, svo sem viðkomandi vörumerki eða flytjanda, textahöfundi, lagahöfundi
eða útgefanda. Aðeins er heimilt að nota tónlist sem hlaðið er niður frá Nokia-tónlist
í samræmi við takmarkanir um notkun sem gilda um hið tiltekna tónlistarverk eins og
kveðið er á um í "Réttindum" á vörusíðum Nokia-tónlist. Tónlist sem keypt hefur verið
annars staðar frá skal nota í samræmi við skilmála slíkra kaupa. Virða skal
hugverkaréttindi og önnur réttindi sem gilda um þá tónlist sem notuð er.